Farþegastökk er einföld leið og er algengt að fyrstu kynni fólks af íþróttinni verði með þeim hætti. Farþegastökk er það nefnt þegar nemandinn hangir í ólum framan á kennaranum sem sér um að koma báðum aðilum niður á jörðina með öruggum hætti. Saman stekkur “parið” yfirleitt úr 9.000 – 13.000 feta hæð og varir frjálsa fallið í allt að 1 mínútu en því fylgir svo 5 mínútna flug undir fallhlíf.

Í farþegastökki getur þú öðlast grunnþjálfun í réttri líkamsbeitingu í frjálsu falli og eins lært tökin á stjórnun fallhlífarinnar með lágmarks áhættu þar sem kennarinn getur gripið í taumana á hvaða tímapunkti sem er. Nemandinn þarf því aðeins lágmarks fræðslu á jörðu niðri fyrir stökkið sjálft.

Til að fá upplýsingar um farþegastökk eða bóka stökk þá sendið endilega á okkur póst á skydive(hja)skydive.is eða hringið í síma 699-5867.