FFF – Skydive Iceland

Velkomin á upplýsingasíðu FFF – Skydive Iceland.

Við bjóðum þér upp á möguleika til að prófa fallhlífastökk á einfaldan hátt í farþegastökki nú eða ef þú vilt fara alla leið þá erum við með vikuleg námskeið í fallhlífastökki allt sumarið. Þetta er besta atriðið sem mögulega er hægt að skella steggjum og gæsum í gegnum í útskrift þeirra frá einhleypings lífinu.

Starfssemi okkar fer fram á flugvellinum á Hellu sem er einungis í 85 km. fjarlægð frá útjaðri borgarinnar eða 95 km. frá miðbæ Reykjavíkur.